- „Ég myndi gefa hægri handlegginn til að verða jafnvígur á báðar.“
- „Þegar þú kemur að gatnamótum á veginum, þá skaltu fara þau.“
- „Þú getur skoðað margt með því bara að horfa.“
- „Það fer enginn þangað lengur. Það er of troðið þar af fólki.“
- „Ég get ekki einbeitt mér á meðan ég hugsa.“
- „Framtíðin er ekki eins og hún var áður.“
- „Ég ætla ekki að kaupa alfræðiorðabók handa krökkunum mínum. Þau geta bara gengið í skólann eins og ég gerði.“
- „Við erum týndir, en við komumst þangað hratt og örugglega.“
- „Helmingurinn af lygunum sem þau segja um mig er ekki sannur.“
- „Fimmkall er ekki tíu króna virði lengur.“
- „Þetta er eins og endurlit, einu sinni enn.“
- „Því er ekki lokið fyrr en því er lokið.“
- Frú Lindsay: „Þú ert svo sannarlega svalur.“ Yogi Berra: „Takk, þú ert ekki svo heit sjálf.“
- „Ef heimurinn væri fullkominn, þá væri hann það ekki.“